Vi tilrår at du alltid nyttar siste versjon av nettlesaren din.
Ikon

RHINESSA Ísland

RHINESSA er fjölþjóðleg rannsókn á astma, ofnæmi og lungnasjúkdómum á mismunandi æviskeiðum og hvernig þessir sjúkdómar berast á milli kynslóða. Nafnið RHINESSA er skammstöfun á heiti rannsóknarinnar á ensku; Respiratory Health in Northern Europe, Swiss, Spain and Australia.

Rannsóknin tekur til foreldra og afkomenda þátttakenda í þremur stórum fjölþjóðlegum rannsóknum (RHINE og ECRHS) í átta löndum. Evrópukönnunin lungu og heilsa á Íslandi er hluti af RHINE og ECRHS, sem undanfarin 20 ár hefur rannsakað astma, ofnæmi, lungnasjúkdóma meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins. 

Meginmarkmið RHINESSA rannsóknarinnar er að meta tíðni ofnæmis, astma og annara lungnasjúkdóma meðal þátttakenda og  hvernig eftirfarandi þættir hafi áhrif á  þróun þessara sjúkdóma; 
  • Umhverfisþættir í barnæsku.

  • Atvinna, umhverfi og lífstíll.

  • Frjósemi, hormóna- og efnaskiptaþættir hjá konum.

  • Svefnvenjur og svefntruflanir.

  • Aðrir langvinnir sjúkdómar t.d. hjartasjúkdómar.

Með RHINESSA rannsókninni vonumst við til að auka þekkingu á orsökum og áhættuþáttum ofnæmis og öndunarfærasjúkdóma, sem gætu leitt til bættrar meðferðar og skilvirkari forvarna.  

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi rannsóknina þá viljum við gjarnan að þú hafir samband við okkur og við svörum eftir bestu getu. Unnt er að senda okkur tölvupóst á rhinessa @landspitali.is  eða hafa samband í síma 543-6010 milli kl. 13 og 14 mánudaga og fimmtudaga. 

Sist oppdatert 11.04.2019