Að sögn Bryndísar Benediktsdóttur, heimilislæknis og prófessors emeritus, átti þetta við jafnvel þó svo hann hafi hætt að reykja fimm árum fyrir getnað barnsins. Það sama átti við ef faðir hafði unnið við logsuðu eða verið berskjaldaður fyrir málmgufum fyrir getnað barns. Það sama átti ekki við ef faðir byrjaði að reykja eða vinna við logsuðu eftir fæðingu barns.
Ekki fundust sömu tengsl milli reykinga móður fyrir getnað. En ef föðuramma reykti á meðgöngu voru ömmubörnin hennar líklegri til að hafa skerta lungnastarfsemi, astma og ofnæmi. Einnig kom í ljós að að ef faðir var í yfirþyngd sem barn og einkum kringum kynþroska voru afkomendur hans líklegri til að hafa skerta lungnastarfsemi og astma.
Lestu meira hér.